4 - Jesús er mér (Mótsöngur 2001)

Sem svölun sárum þorsta,
sem fegurð fylli sál,
sem styrkur veikum veittur,
sem sannleiks heilagt mál,
sem vorblíður blærinn,
sem boði sumar hér,
er Herra minn og hirðir,
er Herrann Jesús mér.

Sem kyrrð fyr'r hávær köllin,
sem fró er firrir kvöl,
sem yndi endurfunda,
sem sól við veðra böl,
sem skin hárra hnatta,
sem himna birtu ber,
er Herra minn og hirðir,
er Herrann Jesús mér.

Sem hvíld frá kvala fári,
sem gullið fyrir grjót,
sem frelsi er leysir fjötra,
sem sólris degi mót,
sem útlaga óðal með
allt hann óskar sér,
er dýrðar minnar Drottinn,
er Drottinn Jesús mér.


Höfundur lags: T. B. Coleman
Höfundur texta: Jón Hj. Jónsson