67 - Vorn heim á Herrann Guð
Vorn heim á Herrann Guð.
Þann heyri' og nem eg söng.
Öll sköpun syngur og allt um kring
hann ómar dægrin löng.
Vorn heim á Herrann Guð.
Það er hugarsjónum bert:
Á hömrum, ám, á himnum, trjám
fékk hönd hans undur gjört.
Vorn heim á Herrann Guð.
Heyr vængjasöngvarann
Hver morgunrós og liljan ljós
hér lofar skaparann.
Vorn heim á Herrann Guð,
því hans er nálægð skýrð,
í grasi smá er hann gengur hjá
og geislar alheims dýrð.
Vorn heim á Herrann Guð.
Það er heilög vissa manns,
þó gangi' af göflum hin illu öfl,
er alvaldið samt hans.
Vorn heim á Herrann Guð,
ei hugarangur tér.
Hann kóngur einn er klár og hreinn,
hans kóngstign fagna ber.
Höfundur lags: F. L. Sheppard
Höfundur texta: Jón Hj. Jónsson