61 - Dýrðlegan hástól Herrans við
Dýrlegan hástól herrans við
heimsþjóðir lútið Guðs í rann.
Hann ríkir einn um alheims svið,
afmá og skapa líka kann.
Almættis vald hans eitt og sér
oss gerði menn og skóp af jörð.
Frávilltir þegar fórum vér,
Færði' hann oss inn í sína hjörð.
Þakkargjörð fyllum hásal hans,
himnanna víddir gleðisöng.
Jörðin og ótal milljón manns
magni til hljóms öll himingöng.
Endalaus vídd er alráð hans,
eilífðin sjálf hans kærleiks djúp,
sannleiks ei fölnar sigurkrans,
sem er ei bundinn tímans hjúp.
Höfundur lags: J. Hatton
Höfundur texta: Jón Hj. Jónsson