3 - Ver þú mér hugsýn (Mótsöngur 2000)
Ver þú mér, Alvaldur, eilífðar sýn.
Einskisvert tel ég allt vera án þín,
daga og nætur minn heiður og hrós.
Vakinn og sofinn, þín vernd er mér ljós.
Ver þú mér vizka að mæla þitt mál,
í þér minn andi, og þú mér í sál.
Faðir minn sértu og sonur þinn ég,
sem einn við þræðum lífs vandfarinn veg.
Um auðlegð hirði' ei né ofmælin fríð.
Arfleifð mín ert þú um eilífa tíð.
Öndvegi skipir þú innra mér hjá.
Alvaldur himnanna, allt sem ég á.
Máttugi Guð, þá öll mál eru skírð,
mætti ég fagna í himnanna dýrð.
Hjarta míns hjarta, hvað gerast sem kann,
ver þú mér hugsýn í háveldis rann.
Höfundur lags: Írskt lag
Höfundur texta: Jón Hj. Jónsson