50 - Nú legg ég augun aftur
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
Höfundur lags: P. C. Krossing
Höfundur texta: Sveinbjörn Egilsson