47 - Frá þér einn dagur er á enda

Frá þér einn dagur er á enda
og aftur hjúpar rökkrið jörð,
og morgna' og kvöld vér megum yrkju
við húm og skin um alla jörð.

Vér þökkum fyrir þína kirkju,
í þrautum lífs sem heldur vörð
og heldur uppi helgri yrkju
við húm og skin um alla jörð.

Sem dögun ljósi leiðir brýtur
um lönd og höf við nýjan dag,
svo ómur bænar aldrei þrýtur
né æðstu himna dýrðarlag.

Þinn veldisstóll mun víst ei falla
sem veldi glæst á jörðu hér.
þitt ríki stenst um eilífð alla,
og allir munu lúta þér.


Höfundur lags: C. C. Scholefield
Höfundur texta: Jakob Jóh. Smári