39 - Kirkja vors Guðs

Kirkja vors Guðs er gamalt hús,
Guðs mun þó bygging ei hrynja.
Guð er til hjálpar henni fús,
hvernig sem stormarnir dynja.
Mannvirki rammgjörst féllu fljótt,
finnur enn skjólið kristin drótt
Herrans í húsinu forna.

Herrann ei býr í húsum þeim,
hagleg er manna verk þykja,
musteri gjörvöll hér um heim
himnanna Drottin ei lykja.
Þó hefur bústað byggðan sér
blessaður Guð í veröld hér
dýran, af duftinu reistan.

Inni Guðs veglegt erum vér
upp byggt af lifandi steinum,
skírn vora tállaus trú ef er
tengd við í kærleika hreinum.
Jörðinni þó að allri á
aðeins vér lifðum tveir,
oss hjá byggi vor blessaði Drottinn.

Náðugi Guð, af náð veit þú,
Nær sem að klukkunrar kalla,
Söfnuðir Krists í sannri trú
Safnist um veröldu alla.
Lát þá í anda son þinn sjá,
Sonar þíns kveðju heyrða fá:
"Friður sé öllum með yður".


Höfundur lags: L. M. Lindeman
Höfundur texta: Helgi Hálfdánarson