381 - Þeim helgu' er dánir hvíla

Þeim helgu', er dánir hvíla' í dufti hér,
dýrðlegt um eilífð nafn þitt, Jesús, er.
Í fölskalausri trú þeir fylgdu þér.
Hallelúja, hallelúja.

Þú varst þeim bjargið, vígi, veldi hátt,
voldugur foringi með sigurmátt,
gegnum sortann lýstir ljóssins átt.
Hallelúja, hallelúja.

Ger hermenn þína, nú er stefna' í stríð
sterka sem þjóna þína fyrr á tíð,
að höndli gullinn sigurkrans um síð.
Hallelúja, hallelúja.

Þá orrahríðin gerist grimm og ströng,
greinir úr fjarska óm af sigursöng,
stælast hjörtun þá í styrjar þröng.
Hallelúja, hallelúja.

Frá öllum löndum ótal þúsundföld
um perluhliðið streymir helgra fjöld,
helga þrenning lofar ár og öld.
Hallelúja, hallelúja.


Höfundur lags: R. Vaughan Williams
Höfundur texta: Jón Hj. Jónsson