456 - Hve gott og fagurt

Hve gott og fagurt og indælt er,
með ástvin kærum á samleið vera.
Þá gleði tvöfalda lánið lér
og léttbært verður hvern harm að bera.
Já, það, er kætir oss best og bætir,
oss best og bætir hvert böl, sem mætir,
er trúin traust, er trúin traust.

Hve rótt þar lífið og indælt er,
sem eining ríkir og sátt og friður
og tryggðin vinanna byrðar ber
og blítt hver annan á samleið styður.
Já, það, er kætir oss best og bætir,
oss best og bætir hvert böl sem mætir
er tál laus tryggð, er tál laus tryggð.

Hve gott að treysta þeim ástvin er,
sem engu barnanna sinna gleymir.
Hann man oss einnig, er eldumst vér,
því ávallt lindin hans kærleiks streymir.
Já, það, er kætir oss best og bætir,
oss best og bætir hvert böl, sem mætir,
er einlæg ást, er einlæg ást.

Hve sárt er að skilja þeim ávallt er,
sem ástin tengir og fylgjast vilja.
En lof sé Guði, þá lífsskeið þver,
á landi dýrðar þeir aldrei skilja.
Já, það, er kætir oss best og bætir,
oss best og bætir hvert böl, sem mætir,
er heimvon helg, er heimvon helg.

Hver hjón, sem leiðina halda rétt
í Herrans nafni með kærleiks sönnum,
það reyna sannlega' í sinni stétt
í sorgarhretunum lífs og önnum,
að það, er kætir oss best og bætir,
oss best og bætir hvert böl, sem mætir,
er guðhrætt geð, er guðhrætt geð.


Höfundur lags: C. E. F. Weyse
Höfundur texta: Helgi Hálfdánarson