453 - Ó, viltu, Drottinn, til mín tala

Ó, viltu, Drottinn, til mín tala,
tjáð svo fái' ég kærleiksmál,
og veit mér hjálp að gefa' og græða,
gleðja' og hugga þreytta sál.

Ó, leið mig, Guð, að leitt ég fái,
ljóssins til hin týndu börn,
að megi gleðin himins hæsta,
hreldum veita þrótt og vörn.

Ó, styrk mig, Guð, að staðið fái' ég,
sterkum kletti lífsins á,
og veit mér náð að flutt ég fái,
föllnum von, er sorgir þjá.


Höfundur lags: R. A. Schumann
Höfundur texta: Aðalbjörg Magnúsdóttir