452 - Ó, heima' er gott að vera

Ó, heima' er gott að vera,
já, heima' er allra best,
og heima vil ég vera,
því heima á ég mest.
Þar pabba minn og mömmu
og mörg ég systkin á,
og afa líka' og ömmu,
er allt mér vildu ljá.

Heima, já, heima' er best,
og heima vil ég vera,
því heima á ég mest.


Ó, heima' er gott að vera,
já, heima' er allra best,
og heima vil ég vera,
því heima á ég mest.
Ég hló með léttri lundu
og lék mér einatt þar,
er trega tárin hrundu,
þau tók burt mamma þar.

Ó, heima' er gott að vera,
já, heima' er allra best,
og heima vil ég vera,
því heima á ég mest.
Í kærleiksljósum lundi
sem, lilja óx ég þar,
og heilum hug mér undi
ég hvergi nema þar.


Höfundur lags: Höf. ókunnur
Höfundur texta: Níels St. Thorláksson