451 - Nýja skrúðið nýfærð í

Nýja skrúðið nýfærð í
náttúran sig gleður,
skepnan öll sem orðin ný
upp rís Jesú meður,
dauða vaknað allt er af,
allt um loft og jörð og haf
sannar sigur lífsins.

Brosir dagur, brosir nótt,
blíða' og ylur vaka,
skepnur fyllast fjöri' og þrótt,
fuglar glaðir kvaka,
döggin blikar, grundin grær,
gjörvallt segir fjær og nær:
"Sjáið sigur lífsins"

Lífið hefur dauðann deytt,
döpru manna geði
aftur nú er indæl veitt
Edens horfna gleði
Kristur galt hið krafða verð,
kerúb hefur slíðrað sverð,
greidd er leið til lífsins.


Höfundur lags: J. P. E. Hartmann
Höfundur texta: Helgi Hálfdánarson