439 - Þrotlaust starf þín bíður
Þrotlaust starf þín bíður, aðventæskulýður.
Nota æskuþrótt þinn settu marki' að ná.
Fram til nýrra dáða, láttu drengskap ráða,
vinn af djörfung, lýstu þeim, er ljósið þrá.
Djarfur fram, aldrei hika má hót,
Horfðu fram, lát ei skriðna þinn fót.
Sæktu fram, vinn a drenglyndi‘ og dáð
sérhvern dag, þar til sigri er náð.
Djörf í fylking stöndum, saman höldum höndum.
Ekkert hik má sundra Drottins æskuher.
Á þig skyldan kallar ævistundir allar.
Sértu iðinn, sigurlaunin hlotnast þér.
Höfundur lags: A. H. Ackley
Höfundur texta: Reynir Guðsteinsson