435 - Sem árdagsljómi
Sem árdagsljómi er æskumannsins vegur,
en aðeins þó ef Jesús leiða fær.
Þeim stormur lífs er aldrei óttalegur,
sem á þeim trausta kletti byggja nær.
Ó, vernda hjartað öllu öðru fremur,
og yfir þínum fyrsta kærleik vak,
því reikningsstundin rennur, Drottinn kemur,
þitt ráð sem skjótast, æskumaður, tak.
Með hverju fær sér æskan haldið hreinni?
Með hlýðni. Drottinn við þitt náðar orð,
sem gerir veginn bjartari og beinni
og blómum skreytir kalda jarðlífs storð.
Höfundur lags: Höf. ókunnur
Höfundur texta: Elínborg Guðmundsdóttir