425 - Sjáið merkið
Sjáið merkið, Kristur kemur.
Krossins tákn hann ber.
Næsta dag vér náum sigri,
nálæg hjálpin er.
Jesús kallar: "Verjið vígið,
vaska drengja sveit"
Láttu hljóma ljúft á móti
loforð sterk og heit.
Myrkraherinn, synda sveimur
sígur móti oss.
Margir falla, felast sumir,
fylkjumst því um kross.
Lítið upp, því lúðurgellur,
ljós Guðs trúin sér.
Göngum djarft í Drottins nafni,
dreifum fjendaher.
Heitt er stríðið, hermenn falla
hringinn kringum oss.
Æðrumst samt ei, hátt skal hefja
Herrans blóðga kross.
Höfundur lags: P. P. Bliss
Höfundur texta: Friðrik Friðriksson