421 - Hve ljúft þá sögu' að segja

Hve ljúft þá sögu' að segja,
er svalar hjarta manns,
um Jesú dýrð og dásemd
og djúpa elsku hans,
hve ljúft þá sögu' að segja,
því sönn ég veit hún er,
og svalar sálu betri
en sérhvað annað hér.

Þá sögu að segja þrái' ég,
uns syngja á himni má ég
þar segja um eilífð á ég
frá elsku Krists og náð.


Hve ljúft þá sögu' að segja,
er sælu dýpri á
en allar æðstu vonir,
sem ég í draumum sá,
er sjálf mín björgun er,
og því af hug og hjarta
ég hana segi þér.

Hve ljúft þá sömu sögu
að segja æ á ný
það virðist sérhvert sinni,
að sé hún fersk og hlý.
Hve ljúft þá sögu' að segja,
því sumir heyrðu ei fyr
um frið og frelsi í Jesú
og fögru náðardyr.

Hve ljúft þá sögu' að segja
Þeim sem hún lærðist best,
Þá þyrstir sífellt sárar
að sagt sé þeim sem mest,
og er á himinhæðum
mitt hjarta syngja má,
sú gamla sæla saga
minn söngur verður þá.


Höfundur lags: W. G. Fischer
Höfundur texta: Bjarni Eyjólfsson