416 - Gegnum hættur

Gegnum hættur, gegnum neyð
göngum, Krists menn, vora leið.
Hvorki blöskri böl né kross,
brauðið lífsins styrkir oss.

Hræðumst engin sorgar sár,
sérhvert bráðum þornar tár.
Ótti hreki' oss ei af braut,
orkan vaxi' í hverri þraut.

Hugprúð gleðjist, hjörtu mædd,
herskrúðanum Drottins klædd.
Berjumst hart, ei hríð er löng,
hún mun enda' í gleðisöng.

Áfram því með dug og dáð,
Drottins studdir ást og náð.
Sé hann með oss, ekkert er
óttalegt, þá sigrum vér.

Gegnum hættur, gegnum neyð
göngum, Krists menn, vora leið.
Hvorki blöskri böl né kross,
brauðið lífsins styrkir oss.


Höfundur lags: Enskt lag
Höfundur texta: Stefán Thorarensen