415 - Flyt mál hins mikla Herra

Flyt mál hins mikla Herra,
Þú mæra æskusveit.
Drag fánann frjáls að húni,
Þín fegurst efldu heit.
Frá sigri til að sigra
hann sína leiðir hjörð,
uns máttur hans og merki
skal miklað vítt um jörð.

Því mæl hans máli
þú mæra æskuhjörð,
uns máttur hans og merki
skal miklað,
skal miklað vítt um jörð.


Rek erindi hins æðsta
við uppheims lúðurhljóm.
Lát enga ógn þig hindra
og engan skapadóm.
Hans vald er vígi besta
í vörn, á sóknartíð.
Nú líður senn að lokum
hið langa jarðar stríð.


Höfundur lags: A. Geibel
Höfundur texta: Jón Hj. Jónsson