414 - Ég hef boðskap að bera

Ég hef boðskap að bera' út í heiminn
til að bæta þjóðanna ráð.
Það er friðar og fagnaðar sagan
um frelsi og líkn og náð,
um frelsi og líkn og náð.

Svo dimman í dögun breytist
og dögun í hábjart ljós,
er Kristur aftur mun koma' á jörð
í kóngstign með eilíft hrós.


Ég hef ljós til að lýsa' út í heiminn
og að lífga hjörtu í neyð,
er syndanna velkjast í vindum
og villast, á rangri leið,
og villast, á rangri leið.

Ég hef söng til að syngja' út í heiminn.
Það er sigur konungsins lag,
ég kveða með því vil til þagnar
hinn þrotlausa syndabrag,
hinn þrotlausa syndabrag.


Höfundur lags: H. E. Nichol
Höfundur texta: Jón Hj. Jónsson