412 - Dimmt er á vegunum

Dimmt er á vegunum víða um heim.
Vegur menn tregi og sorg.
Tendraðu ljósið, er lýsa má þeim,
ljósið frá gleðinnar borg.

Láttu mig lýsa, láttu mig lýsa,
líf Krists í breytni minni tjá,
allir svo megi hans yndisleik sjá,
elska og fylgja og dvelja honum hjá.


Fagnaðarboðskapinn flyt þeim um Krist,
flekklausan kærleik og náð.
Þeir munu trúa og treysta á Krist,
ef trúfast er líf þitt og ráð.

Ókeypis hlaustu, og ókeypis þá
ást Drottins láttu í té.
Hjálpaðu öllum, er hjálpina þrá,
hjálp þín að fullkomnuð sé.


Höfundur lags: G. S. Schuler
Höfundur texta: Jón Hj. Jónsson