410 - Sértu þreyttur
Sértu þreyttur, ýmsum haldinn ama,
ákalla skaltu ástvin þinn, Jesú,
taki þróttinn stormar lífs að lama,
leitaðu frelsara þíns.
Ákalla skaltu ástvin þinn, Jesú,
athvarf hins synduga manns.
Ekki neinn þig elskar meir en Jesús
ákalla kærleika hans.
Ef þú hefur hryggð af drýgðum syndum,
ákalla skaltu ástvin þinn, Jesú.
Hann vill öllum svala' af lífsins lindum,
leitaðu frelsara þíns.
Hryggi þig að hugsa' um morgundaginn,
ákalla skaltu ástvin þinn, Jesú,
ljós hans elsku lýsir myrkan haginn,
leitaðu frelsara þíns.
Aðför dauðans ef þig kann að hræða,
ákalla skaltu ástvin þinn, Jesú,
stefni þrá þín upp, já, upp til hæða
ákalla Jesú í dag.
Höfundur lags: G. S. Lorenz
Höfundur texta: Jón Jónsson frá Hvoli