409 - Ó, maður sem mæðist

Ó, maður, sem mæðist
af margs konar sorg,
ver glaður og gleym ei,
að Guð er þín borg.
Lít aldrei með ótta
á ófarna leið,
því Herrann er hjá oss
um hérvistar skeið.

Um hérvistar skeið,
um hérvistar skeið,
æ horfum til hæða
um hérvistar skeið.


Þótt vinirnir vinni
þér vélabrögð ljót,
þótt heimur þig hati
og hefjist þér mót.
Ver dyggur og djarfur
þótt dragist að neyð,
því Herrann er hjá oss
um hérvistar skeið.

Þá allt er á enda
vort útlegðar stríð,
Guðs ástvinir eiga
um eilífa tíð
að hvílast á himnum
und heilögum meið.
Því horfum til hæða
um hérvistar skeið.


Höfundur lags: D. S. Yates
Höfundur texta: Jón Jónsson frá Hvoli