408 - Óttast ekki, ég ann þér
"Óttast ekki, ég ann þér,
ætíð leiða þig vil."
Heitið mér Jesús hefur
huggar og veitir yl.
Niðri' í dimma dalnum
daprast ei mitt þor,
frelsarinn mér fylgir.
Fagurt er lífsins vor.
Einmana aldrei, einmana nei.
Hirðirinn góði mín gætir
gengur mér jafnan við hlið
Einmana aldrei, einmana nei.
Hirðirinn góði mín gætir
gengur mér jafnan við hlið
Morgunbirta ei blikar
bjart nema' ef sólin skín.
Jesús mér lífs er ljósið
lýsir, er dagur dvín.
Margoft missi ég sjónar
meistaranum á,
gegnum dimmu og dökkva
dýrð hann mér bendir að sjá.
Stöðugt að mér steðja
strangar hættur hér,
ekkert getur þó grandað
gangi hann með mér.
Jesús sjálfur enn segir:
"Sjá, ég með þér er.
Óttast ekki, ég ann þér,
uppörvun fær þú hjá mér."
Höfundur lags: C. F. O.
Höfundur texta: Sigríður Candi