407 - Ó, gef ég, Drottinn, gangi með þér
Ó, gef ég, Drottinn, gangi með þér
Þá göngu' er Enok fyrr sýndi mér.
Ó, tak í mína titrandi hönd og
treystu guðleg kærleikans bönd.
Þá veröld blekkir, vonin dvín,
Þá vertu, Jesús vonin mín.
Ég get ei, Jesús, gengið hér einn,
Þá göngu staðist fær ei neinn.
Án þinnar náðar hrasa ég hlýt.
En hvað er lífið ef þín ekki nýt?
Ó, Drottinn, ást þín er nóg.
Þú einn á átt kraft sem veitir ró.
Í þinni hvíld, ég hvíld fæ hér,
sú hvíld um eilífð búin er mér.
Ég áfram held með djörfung og dug.
Hvern dag að krossinum leiði minn hug.
Uns sé í ljóma Síonar hlið,
ég syng um dýrð Guðs, náð og frið.
Höfundur lags: E. Barnes
Höfundur texta: Aðalbjörg Magnúsdóttir