406 - Mun þín trú svo sterk?
Mun þín trú svo sterk,
að ekki hræðist né hopir þú,
ef lög og dómar vilja
banna þér bæn og trú?
Hafðu gluggann opinn gengt Jerúsalem,
hafðu gluggann opinn gengt Jerúsalem,
hafðu gluggann opinn gengt Jerúsalem,
og Guð þinn bið.
Muntu beygja kné
með fullri djörfung sem Daníel,
ef veist sem hann, að menn
þá búa þér biturt hel?
Muntu þora' að hlýða
Drottins boði og banni þá,
og reiða þig með barnsins
lyndi hans loforð á?
Bið þá Guð þinn kvöld og
morgun og miðjan dag,
og hvað sem aðrir gera
syngdu þitt sama lag.
Höfundur lags: F. E. Belden
Höfundur texta: Elínborg Guðmundsdóttir