405 - Leið börnin ljúfu mín
Leið börnin ljúfu mín, leið börnin mín,
gæt þeirra, greið þeim veg Guð minn til þín.
Ó, lífsins ljós þeim sýn,
leið þau, ó, Guð, til þín,
leið þau, ó, Guð, til þín,
leið þau til þín.
Heims þegar gæða gnótt ginna þau fer,
ekkert þau láttu ljótt leiða frá þér,
en lífsins leið þeim sýn,
leið þau, ó, Guð, til þín,
leið þau, ó, Guð, til þín,
leið þau til þín.
Frelsarinn fæddist þeim fátækur sveinn,
sigraði synd og heim, saklaus og hreinn,
börnunum bauð til sín,
benti þeim, Guð, til þín,
benti þeim, Guð til þín,
bauð þeim til þín.
Gjöf þá, er gafstu mér, Guð, þér ég fel.
Glaður þau gef ég þér, gæt þeirra vel.
Leið börnin litlu mín,
leið þau, ó, Guð, til þín,
leið þau, ó, Guð til þín,
leið þau til þín.
Höfundur lags: F. E. Belden
Höfundur texta: Pétur Sigurðsson