403 - Litla Guðs barn

Litla Guðs barn, hvað amar að?
Allt veit þinn faðir á himnum það.
Hann er svo ríkur, hjálpar æ,
hans er allt vald um lönd og sæ.
Ó, Guði sé lof.

Fæði og klæði, hús og hlé,
hann lætur allt það fús í té.
Orð hans er viðhald anda þíns,
eiga börn heima' að föður síns.
Ó, Guði sé lof.

Fuglinn syngur í mörk og mó,
morgunstund jafnt sem kvölds í ró,
sefur eins blítt á svölum stein
sem undir þaki' á laufgri grein.
Ó, Guði sé lof.

Fagurt er blómið friðað vel,
fegurst í urð á köldum mel.
Mælist þó ei við urtir smá,
uppi' sem vaxa Guði hjá.
Ó, Guði sé lof.

Litla Guðs barn í heimi hér
haltu til Guðs þíns föður þér,
trúðu' á hans kraft og kærleiksgnótt,
kvíðinn ei sért og blunda rótt.
Ó, Guði sé lof.


Höfundur lags: Danskt þjóðlag frá miðöldum
Höfundur texta: Friðrik Friðriksson