397 - Djörfung bróðir
Djörfung, bróðir, dug ei bresti,
dimm þótt verði jarðar slóð.
Þér er fylgt af þöglum gesti,
þeim, er gaf sitt hjartablóð.
Langt þó verði' á leiðarenda,
lami sjónir myrkrið þétt,
sæktu fram með sigurkrafti,
sæktu fram, sæktu fram,
sæktu fram og breyttu rétt.
Syng til þagnar Satans veldi,
syng til þagnar ótta' og kvöl,
syng að morgni, syng að kveldi,
syng á flótta hvert eitt böl.
Hræðstu eigi. Himna konungs
hönd er þér til varnar sett.
sæktu fram með sigurkrafti,
sæktu fram, sæktu fram,
sæktu fram og breyttu rétt.
Höfundur lags: A. S. Sullivan
Höfundur texta: Jón Hj. Jónsson