395 - Ég ganga vil, minn Guð, þér nær
Ég ganga vil, minn Guð, þér nær,
þú gefur hjörtum frið.
Þá ljós á vegi líf mitt fær.
Ó, lamb Guðs, veit mér grið.
Kom, Helgur Andi, kom á ný,
ó, kom og hjálpa mér.
Mín synd er þung það sora ský,
mér svifti burt frá þér.
Ég áður, Drottinn, fann þinn frið,
sem fögnuð gaf og styrk.
Ég sakna minnar sálar frið.
Nú sýnist gatan myrk.
Minn hugur elti heimsins tál,
er hætti‘ að biðja þig.
Ó, Drottinn, hjálpa dapri sál
að dýrka aðeins þig.
Höfundur lags: Úr sálmasafni H. W. Greatorex
Höfundur texta: Björk