394 - Vér syngjum oft
Vér syngjum oft um sigurlaunin heima,
þar sérhver maður stjörnukrónu ber,
en látum, vinir, oss því aldrei gleyma,
það eru stjörnur, sem vér kveiktum hér.
Það er sú hjálp þér öðrum tókst að sýna,
það er sú hryggð, í gleði er breytir þú,
það er það Ijós, er léstu í myrkri skína,
sú líknarhönd, þú réttir fram í trú.
Það er hver sigur unninn Krists í nafni,
það er hver sál, er leiddir þú til hans,
Það er hver fóm, sem finnst í Herrans safni,
er færðir þú í kærleik meistarans.
Það er sú bæn, þú baðst svo leystust hlekkir,
og bandinginn varð maður frjáls á ný.
Það enginn nema aðeins Jesús þekkir,
sem allra fegurst ljómar krónunni´í.
Við hástól Drottins allt vér aftur sjáum,
er eilíft gildi hinum megin ber,
en engar stjörnur aðrar þar vér fáum,
en þær, sem kveiktum meðan dvöldum hér.
Höfundur lags: Salómon Heiðar
Höfundur texta: Steinunn Guðmundsdóttir