393 - Sálar minnar sanni vin
Sálar minnar sanni vin,
sæti Jesús, leyfð þú mér,
þegar ég af þrautum styn,
þýða hvíld í faðmi þér.
Meðan fara framhjá él
fel mig þar, ó, Jesús minn,
leið mig gegnum harma og hel
heim í dýrðar salinn þinn.
Þú ert eina athvarf mitt,
öll mín von er byggð á þér.
Þungar rauna stundir stytt,
styrk og huggun veittu mér.
Án þín get ég ekki neitt,
eða neina huggun finn.
Leif mér hneigja höfuð þreytt,
hjartans vin, í faðminn þinn.
Jesús minn, þú ert mér allt,
upp hinn fallna reis og styð,
veikum, blindum við þig halt,
veittu hryggum sannan frið.
Á mér liggur sekt og synd,
saurugt margt svo þrátt ég vinn.
Frá þér streymir lífsins lind
ljúf og tær, ó, Jesús minn.
Náðin þín, minn Herra hár,
hylur alla mína synd.
Gef mér kraft og græð mín sár,
gef mig prýði æ þín mynd.
Hreinsa lát mitt hjarta kalt
helgan lífsins straum frá þér.
Veit að gott og göfugt allt
grói‘ og vaxi‘ í hjarta mér.
Höfundur lags: S. B. Marsch
Höfundur texta: Jón Jónsson frá Hvoli