391 - Heyrið þér
Heyrið þér, sem viljið vera
vinir sannir Frelsarans,
hvað þér eigið gott að gera,
gætið vel að boðum hans.
Lækna sjúka, hresstu hrædda,
hjálpa þeim, sem líða neyð,
styð þú veika, styrk þú mædda,
stýr þú öllu‘ á betri leið.
Lífga dauða, dofna, kalda,
dug og kraft í sálum vek,
hugans skýrleik hundraðfalda,
hjartans frið og viljans þrek.
Hreinsa þá af sínum sárum,
syndamein er þjakar að,
þótt það sé með sorgartárum,
sár þín eigin, græði það.
Rek þú frá þér illa anda
alla vonda girnd og þrá,
allt, sem ríki Guðs vill granda,
gjör það útlægt hjarta frá.
Höfundur lags: A. P. Berggreen
Höfundur texta: Höf. ókunnur