386 - Lifðu Jesú

Lifðu Jesú, ekkert annað
opnað fær þér himininn.
Gef þeim ástvin aumra manna
allan hjartans kærleik þinn.

Lifðu Jesú, ljós og kraftur
lífi þínu veitist þá.
Þeim, er líf sitt honum helgar,
hann er sjálfur jafnan hjá.

Lifðu Jesú, safna, safna
sálum undir merkið hans.
Flýt þér áður niðdimm nálgast
nóttin kalda grafar-ranns.

Þúsund aumra sálna sýta,
svölun þrá og hjartafró.
Elsku Jesú að þeim haltu,
einnig fyrir þá hann dó.

Segðu þeim, hvað sjálfur hlaustu,
segðu þeim, hvað fannstu hér,
þegar elskan óverðskulduð
ómaklegum veittist þér.

Lifðu Jesú, láttu honum
lífs þíns æskudag í té,
manndómsár já, ellin gráa
einnig Jesú helguð sé.

Gef þig allan, ekkert minna
er hér boðlegt sjálfur hann
ekkert minna‘ en allan gaf sig,
er á krossi deyja vann.

Gef þig allan enginn hefur
iðrast þess á jörðu hér.
Lif því Jesú, vís þá verður
vegsemd dýr um eilífð þér.


Höfundur lags: J. F. Reinchardt
Höfundur texta: Jón Helgason