382 - Á tímanum taka ber vara
Á tímanum taka ber vara,
hann tíðum fer burtu svo skjótt,
og enginn veit óðar en líður,
nær ævin er runnin í nótt.
Vér vitum ei heldur nær hljómar
til heimsins sú allsherjar raust,
að Kristur sé kominn að dæma
og komið sé veraldar haust.
Vökum og vonum,
vökum og vonum,
vökum og vonum,
vér vökum og vonum á Krist.
Oss vakandi ber því að vera
og vinna á sérhverri tíð
á akri vors algóða föður,
þótt áreynslu kosti og strið.
En vonina hefjum til hæða
til hans, sem á krossinum Ieið,
Þá gefast af iðjunni gæði,
sem gleðja í lífi og deyð.
Sú vitund í himninum vakir,
að vonin í hæð sé oss kær,
að sjá hann, vorn lífgjafann ljúfa,
í Ijósdýrð í skýjunum nær.
Ó, Drottinn, uns dagur þinn kemur,
hið dýrðlega þráum vér stig,
sem veitist að viskunnar ráði,
og vonum í trúnni á þig.
Höfundur lags: W. H. Pontius
Höfundur texta: Jón Jónsson frá Hvoli