373 - Ó, Drottinn lands og lýða

Ó, Drottinn lands og lýða,
í lífsins harma þey,
þín orðin bjargföst bíða
og bregðast mér aldrei.
Þau létta þungar þrautir,
er þreytta hjartað slær
og lýsa lífsins brautir
sem leiðarstjarna skær.

Ef býr mér hryggð í barmi,
er best að treysta’ á þig.
Í þínum ástar armi
þú innilykur mig.
Ef bljúgur kné ég beygi
og bið um þína náð,
þín aðstoð bregst mér eigi
og eilíft hjálpar ráð.


Höfundur lags: G. J. Webb
Höfundur texta: Sveinbjörn Björnsson