368 - Frelsari minn, fleyið mitt

Frelsari minn, fleyið mitt
fel ég nú við brjóstið þitt.
Allt um kring mig ókunn sker,
öldur rísa, hjálpa mér.
Hjá þér einum áttir finn,
einn þú leysir vanda minn.

Eins og móðir barnsins blítt
burt fær allar sorgir þítt,
eins þér hlýðnast hafið tryllt.
Herra lát það verða stillt.
Ef þú segir: “Hafðu hljótt”,
hafsins brimrót þagnar skjótt.

Hinstu’ að strönd er bátinn ber
bárur þungar ógna mér.
Haltu mér við hjarta þitt,
hvísla rótt við eyra mitt:
Ekkert framar ógnar þér,
ég þinn fararstjóri er.


Höfundur lags: J. E. Gould
Höfundur texta: Björk