29 - Brjóttu nú lífsins brauð
Brjóttu nú lífsins brauð, blessa mér það,
eins og það áður fyrr sér átti stað.
Leita eg þín langt í hæð, lifandi orð,
breið þína blessun nú á bölsins storð.
Blessa þitt eilíft orð öllum lýð hér.
Náð gef við nægta borð, sem nægir mér.
Leys þú mig fjötrum frá, frelsaðu mig.
Uppfyll mína' innstu þrá, að elska þig.
Æ sendu anda þinn ofan til mín,
guðdómleg gæskan hans mér gefi sýn,
sannleika huldan sjá, sem er þitt orð,
máttarins mikla ljós á myrkurs storð.
Þú ert mér lífsins ljós, leið mig til þín,
Gef, að í glaumi heims ég gæti mín.
Láttu mig lifa þér, lausnari kær.
Þú ert hin eilífa' ást, ert öllum nær.
Höfundur lags: W. F. Sherwin
Höfundur texta: Jakob Jóh. Smári