363 - Ég flý í það skjólið
Ég flý í það skjólið, sem öruggast er,
þú aldanna bjargið, og hyl mig í þér.
Ó, hjálpræðisklettur og háborgin mín,
úr hættunni flý ég í skjólið til þín.
Hærra til þín, hærra til þín.
Úr hættunni flý ég í skjólið til þín.
Þá aflþrungin freisting mig afvega ber,
og auga mitt skelfingu hvarvetna sér,
er húmar af nóttu og hrelldur ég er,
ó, hjálpræðisbjarg mitt, ég fel mig í þér.
Hyl mig í þér, hyl mig í þér.
Ó, hjálpræðisbjarg mitt, ég fel mig í þér
Og þannig ég sigrað fæ þrautunum í.
Í þig, mína háborg og skjól mitt, ég flý,
og hræðist ei neitt, sem að höndum mér ber,
en hyl mig, ó, bjarg minnar sálar, í þér.
Hyl mig í þér, hyl mig í þér.
Ég hyl mig, ó, bjarg minnar sálar, í þér.
Höfundur lags: I. D. Sankey
Höfundur texta: Pétur Sigurðsson