362 - Dýrmæta vissa

Dýrmæta vissa eign Guðs ég er,
ó, hvílík framtíð búin er mér,
erfingja lífsins, leystum frá deyð,
lof sé þeim vini' er bjargaði' í neyð.

Þetta er heilagt hjarta míns lag,
hljóma það skal hvern einasta dag.
Dýrmæta vissa, eign þín ég er,
ekkert mig, Jesús, skilur frá þér.


Öruggur þér mín fótstig ég fel,
fyrir því öllu sjá muntu vel.
Uppörvun, huggun hlýt ég frá þér,
heilaga engla sendirðu mér.

Dýrðlega staðreynd, friðinn ég finn
fullkominn hjá þér, lausnari minn.
Bráðum þú kemur, heimtir mig heim,
hugglaður fagna' ég deginum þeim


Höfundur lags: J. F. Knapp
Höfundur texta: Elínborg Guðmundsdóttir