361 - Drottinn er skjól
Drottinn er skjól mitt, ég skelfast þarf eigi,
skyggi með stormum um ævinnar hjarn,
honum ég treysti á hérvistar vegi,
hann hefur frelsað mig, ég er hans barn.
Drottinn er skjól, Drottinn er skjól,
Drottinn mun geyma sína,
Drottinn er öruggt eilífðar skjól,
öruggt hann geymir sína.
Drottinn er skjól mitt og athvarfið eina.
Ó, þangað stefnir öll hjarta míns þrá.
Ljúfust er hvíld þar og lækningin meina,
lífgandi huggun, ef sorgirnar þjá.
Drottinn er skjól mitt, það dýrmætast hæli
dvalarstað kýs ég, uns endar mitt stríð,
það er sá friðlýsti sólheimur sæli,
sem mér er búinn um eilífa tíð.
Höfundur lags: I. D. Sankey
Höfundur texta: Jón Jónsson frá Hvoli