360 - Vígður Guði
Í Guði lát helgast og gakk honum með,
sem Guðs barna vinur og hungraður seð.
Í Guðs orði lifðu, í Guðs nafni bið,
af Guðs blessun ríkur, þá semur þú frið.
Í Guði lát helgast, snú gjálífi frá,
en gakk oft til Jeús og dvel honum hjá.
Þú lærir af honum og lýður þinn sér
hans lunderni þroskast og speglast í þér.
Í Guði lát helgast og geðrór þú ver.
Í Guðs návist hljóður að vera þér ber.
Af Guðs anda leiddur í gleði og raun
á Guðs soninn trúðu og sigursins laun.
Í Guði lát helgast og geðrór þú ver,
haf Guð hverja stundu í verki með þér.
Af Guðs anda leiddur í Guðs ást og trú
til Guðs ríkis hæfur þá verða munt þú.
Höfundur lags: G. C. Stebbins
Höfundur texta: Pétur Sigurðsson