357 - Þér á hendur ég fel mig
Þér á hendur ég fel mig, ó, Herra,
meðan hreinleika æskunnar ber,
já, hví skyldi ég fáráður fresta
því að fylgja, minn lausnari þér.
Þér á hendur ég fel mig, ó, Herra,
þú munt hag mínum vel fyrir sjá,
í þeim kærleikans eilífu örumum
sæll og öruggur hvíla ég má.
Þér á hendur ég fel mig, ó, Herra,
skyldi' ég heimi það dýrasta ljá
og svo leifarnar spilltu af lífi
þér að lokum, minn hjálpari, fá?
Þér á hendur ég fel mig, ó, Herra,
þú ert hjartanu meira en nóg,
skyldi veröld um vini mér synja,
ég á vininn minn himneska þó.
Þér á hendur ég fel mig, ó, Herra,
ég vil helga þér æskunnar þrótt.
Kenn mér vaka og biðja og bíða.
Já, þess biðja, að komirðu skjótt.
Höfundur lags: G. Nylander
Höfundur texta: Elínborg Guðmundsdóttir