356 - Þinn vil ég, Jesús, jafnan vera

Þinn vil ég, Jesús, jafnan vera,
þig jafnan elska' af hjartans rót,
ég vil þitt ok með auðmýkt bera
og allri freistni stríða mót,
ég auðsveipinn vil iðja hér
Það allt, sem heimtar þú af mér.

En viljinn er í veiku gildi,
mig vantar kraftinn, Drottinn minn,
því kom til mín með kærleiks mildi
og kraft af hæðum veit mér þinn.
Til sérhvers góðs ég ófær er,
ef ei þú, Jesús, hjálpar mér.

Æ, styrk þú viljann, styrk þú trúna,
æ, styrk mig heimsins vélum gegn,
æ, styrk mig, leið mig braut mér búna,
þótt brjóstið hrelli sorgin megn,
æ, styrk þú mig í stríði' og neyð,
æ, styrk þú mig í lífi' og deyð!


Höfundur lags: G. Neumark
Höfundur texta: Guðmundur Einarsson