354 - Ó, Jesús, ég er þinn
Ó, Jesús ég er þinn.
Þér jafnan þjóna vil með bæði
hug og hönd sem hef ég þekking til.
Hvort leikur lán mig við eða'
lamar sorg og þraut, þá verði vilji þinn,
ég víst hið besta hlaut.
Þú frelsið færði mér.
Þú firrtist ei á kross með þjáning
láta líf til lausnar fyrir oss
"Æ, verði vilji þinn" í voða baðstu neyð.
Lát bæn oss biðja þá,
þótt blöskri kvöl og deyð.
Vér eigum æ í þér
þá æðstu fyrirmynd,
er barðist best á jörð
gegn böli, dauða' og synd.
Það helga hugarfar lát hefja jarðarlýð.
Svo verði vilji þinn að vegsemd ár og síð.
Höfundur lags: Höf. ókunnur
Höfundur texta: Jón Hj. Jónsson