350 - Hærra, hærra vildi' eg
Hærra, hærra vildi' ég hefjast, Guð, til þín,
skærri, stærri skyldi skylduræknin mín.
Ekki þarf að efast, oft þó falli skúr,
gervallt vel mun gefast, Guð er ávallt trúr.
Betur æ og betur bera vildi' ég neyð,
fastar æ og fastar fylgja réttri leið,
þola þraut og kvíða þreki með og ró,
ljúft með Kristi líða, líknin Guðs er nóg.
Hærra, miklu hærra, himin byrgja ský.
Kærra því og kærra' að komast ljósið í,
laus við hryggð og hrösun, heimsku, synd og tál
þar, sem hrein og helguð hvílu fær mín sál.
Hraðar æ og hraðar hleypur ævileið.
Fljótar æ og fljótar fjörsins rennur skeið.
Einatt þrá og þorsti þreytir mína sál,
hennar innstu andvörp engin skýra mál.
Höfundur lags: Höf. ókunnur
Höfundur texta: Matthías Jochumsson