349 - Hvað gæti' eg, frelsari, fært þér?
Hvað gæti' ég frelsari, fært þér?
Fegursta dýrgripasafn
fánýtu léttvægi líktist
líkt við þitt himneska nafn.
Sjálfan mig, frelsari, færi' ég,
fell þér í lotning og bið,
að þinn um eilífð ég verði.
Einn þú mér keyptir þau grið.
Hvað gæti' ég frelsari, fært þér?
Fætur, að ganga þinn stig,
grandvaran munn til að mæla,
menn svo að trúi á þig.
Hvað gæti' ég frelsari, fært þér?
Fylgi mitt þér vil ég ljá,
reka þitt erindi' og elska
allstaðar hvar sem ég má.
Höfundur lags: W. A. Post
Höfundur texta: Jón Hj. Jónsson