342 - Er Jesús lifði sem lítið barn
Er Jesús lifði lítið barn,
svo ljúfur hann var og yndisgjarn.
Hann elskaði góðan Guð og bað
og gætti réttu jafnan að.
Og eins og Jesús víst ég vil
í veröld senda ljós og yl.
Já, eins og hann ég vera vil
og vísa öðrum himins til.
Og Jesús var heimsins besta barn,
svo blíður, svo fljótt til hjálpar gjarn
og foreldrum hlýðinn víst hann var
og virðing fyrir þeim hann bar.
Og þegar eltist, ávallt hann þeim
ungu og gömlu hjálpa vann.
Með gleði söng verki gekk hann að
og Guð um styrk og leiðsögn bað.
Höfundur lags: Höf. ókunnur
Höfundur texta: Elínborg Guðmundsdóttir