341 - Ei vilji minn
Ei vilji minn, en vegsemd Krists í öllu,
ei vilji minn, en guðdómsorðið hans.
Og honum einum allt skal vitni bera,
hann einn skal hljóta lotning sérhvers manns.
Að milda sorg og þerra trega tárin,
og taka í hönd hins kvíðafulla manns,
að létta byrðar, lækna hjartasárin,
er lausnarstarf og máttarverkin hans.
Því aðeins Kristur, engin marklaus ræða,
aðeins hann, en burt með fánýtt prjál.
Hann aleinn megnar öll vor mein að græða,
og aðeins Kristur leysir fangans sál.
Því aðeins Kristur allan skort minn bætir.
því aðeins hann er lífs míns heilsulind.
hann aleinn þekkir allt, sem særir, grætir,
um eilífð verður hann mín fyrirmynd.
Höfundur lags: F. E. Bolton
Höfundur texta: Pétur Sigurðsson