340 - Vér kjósum Krist

Enn vér Herrans kallið heyrum
og vor hugur svarar skjótt.
Honum fáum nú til fylgdar
gjörvallt fjör og æskuþrótt.

Því kjósum vér Krist,
er á krossi sigur vann.
Kom æskulið allt,
er Ísland gjörvast fann.
Hér er mikil þörf að þjóna,
hér er þúsund alda vist.
Kom æsku lið Íslands,
og vér kjósum, kjósum Krist.


Hvar sem kann vor leið að liggja
yfir land og kólgusjá,
kvíðir engu hugrökk hyggja,
því vorn Herra treystum á.

Þú gasfst allt hið æðsta' og besta
þú gafst eilífs guðdómsráð.
Því skal svara með því mesta,
sem í mannlegt vald er skráð.


Höfundur lags: C. H. Lowden
Höfundur texta: Jón Hj. Jónsson