336 - Dýpra og dýpra
Dýpra og dýpra þér, Drottinn, ég lýt,
dvel hjá mér Herra, þá friðinn ég hlýt,
auðmjúkur kem ég og allslaus til þín,
einasta vonin og huggunin mín.
Lægra og dýpra lúta ég vil,
láttu mig heyra einum þér til.
Baki við hálum heimi ég sný,
helga þér Jesús líf mitt á ný.
Dýpra og dýpra þér, Drottinn, ég lýt,
daglega krossinn upp taka ég hlýt,
umbreyt þú leirnum í ljómandi ker,
lifandi Drottinn, til vegsemdar þér.
Dýpra og dýpra þér, Drottinn, ég lýt
Drottinn, í hjarta mér verkinu flýt.
Hrær mig með anda þíns heilaga yl
höndin þín leiði mig guðsríkis til.
Höfundur lags: Höf. ókunnur
Höfundur texta: Elínborg Guðmundsdóttir